Bíldrússlan mín komin í lag
Setti reyndar persónulegt met í heiðarleika þegar ég fór að sækja bílinn og var sagt að reikningurinn væri ellefuhundruð og eitthvað. Sagði að þeir hefði nú líklega gleymt einhverju. Framhleypnin kostaði mig um 10 þúsund kall. Fékk reyndar afslátt út á heiðarleikann!
Notaði svo tækifærið og þræddi útsölur bæði í Kringlunni og Smáralind og reyndar víðar. Kostaði þegar upp var staðið mun meira en viðgerðin á bíldrusslunni. Reyndar ótrúlegt að þetta stykki í bílnum sem er búið að vera að hrella mig í hálft ár með að drepa á honum á ólíklegustu stöðum skuli ekki hafa kostað nema rétt rúman þúsundkall!
No comments:
Post a Comment