Monday, July 21, 2003

Ojbrasssta það er komin rigning
Það er alltaf jafn undarlegt að á meðan himininn er blár og yndislegur þá finnst mér alltaf að það sé ómögulegt að hugsa sér að hann eigi eftir að verða grár og drungalegur. Síðan þegar hann gránar og fer að leka eins og er í dag þá finnst mér strax einhvern veginn erfitt að sjá það fyrir að skýin fari neitt aftur. En þau fara samt!

Annars er veðurminnið alveg með ólíkindum lélegt. Ef það myndi t.d. rigna núna nú þrjá daga þá væri ég líklega búinn að gleyma sólinni sem var um helgina og í síðustu viku. Annars er þetta synd að það skuli ekki vera sólskyn lengur. Ég var svona við það að verða smá bleikur á fótleggjunum!

Þetta er samt ekki svo alslæmt að hafa smá rigningu af og til. Núna gefst mér væntanlega tækifæri til að gera eitthvað af því sem ég þurfti að gera í fríinu mínu. A.m.k. pakka saman draslinu úr seinustu fjallaferð og ná því markmiði að sjá í borðstofuborðið fyrir drassli sem af einhverjum undarlegum ástæðum safnast þar alltaf fyrir.

No comments: