Wednesday, December 22, 2004

Það er þessi árstími

Var leystur út með gjöfum í vinnunni í dag eftir að hafa drukkið sykursætt jólaglögg.

Fór síðan með Ralldiggni og Kristjáni þar sem við versluðum okkur þessi firnafínu fólatlé ofan úr Þjórsárda af rauðgrenisgerð. Tréð mitt er mjög sérstakt, þar sem það er alþakið stuttum grænum títuprjónum. Já ég mina það, tréð stingur. Trúi hver sem trúað getur en ég legg ekki í vana minn að ljúga hraðar en meðalgreindur maður hefur undan að trúa [tilv. Bolli Magnússon].

Þegar heim var komið beið mín sá rosalegasti konfektkassi sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann nálgast það að vera heill fermetri. Ég er eiginlega í mesta basli með að koma honum fyrir. Þarf að skáskjóta honum einhvers staðar. Annars verður hann borðaður með bestu lyst á næstu dögum geri ég ráð fyrir.

Það er annars bara eitt sem er að trufla mig. Um jólin þarf ég ekki að hafa neinar rosalegar áhyggjur af mat nema einn daginn, þ.e. annan í jólum því þá bíð ég til mín svona mínum al nánustu. Nei það er ekkert neitt rosalegt jólaboð með svona 50 manns en samt þá er hefð fyrir því að ég geri dálítið flott úr þessu. Og vandamálið er að ég er ekki enn búinn að ákveða hvurn þremilinn ég ætla að bjóða uppá. Ef svo heldu fram sem horfir þá verð ég bara að kaupa eitthvað í 10-11 á öðrum í jólum. Ég er ekki alveg viss um að það geri neina sérstaka lukku.


....

No comments: