Myndin að ofan er tekin í Jarlhettudal austan við Langjökul í páskaferð Stélbratts að öllum líkindum árið 1999.
Þennan dag lögðum við af stað frá Hvítárnesi, fórum beina leið yfir Hvítárvatnið og tókum síðan stefnuna í áttina að Hagavatni. Til að byrja með var hríðarmugga og vont skyggni en það létti til og úr þessu varð einn af þessum frábæru góððviðrisdögum sem maður fær á skíðum á hálendi Íslands.
Daginn eftir var komin rigning og allt á floti í bókstaflegri merkingu. Var þá skíðað tímunum saman í ökkladjúpu vatni.
Þetta var frábær ferð en nú eru að koma jól. Óskum okkur öllum til hamingju með það.
Hmmmmm já það er nú það
Mér gleggri menn hafa nú víst bent mér á það að þetta sem hér kemur fram að ofan er allt saman tómt lygimál. Vissulega var gaman í páskaferð Stélbratts árið 1999 og lýsingin nokkuð nærri lagi en myndin er bara alls ekki úr þeirr ferð heldur allt annarri.
Eins og kemur fram í kommenti frá Páli Ásgeiri þá er þetta nefnlega úr skíðaferð sem kennast má við Skíðafélagið Stélbratt á Okið árið 2003 og var líklegast farin árið 2003 ef mér skjátlast þá ekki líka um það efni.
Og þá má reyndar nafngreina skíðamennina sem eru á myndinni. Þ.e. Nefndur Páll Ásgeir, hans sprettharða kona Rósa Sigrún og minn öðlungs bróðir Gunnar.
Það má annars bara lesa um þessa hetjuferð hér.
Og ekki orð um það meir.
No comments:
Post a Comment