Wednesday, December 15, 2004

Mynd vikunnar og svona ýmislegt

Verslaði mér skanna í gær og núna er skannað á fullu. Þessi er svona 15 ára og ættuð frá Tékkóslóvakíu frá því ég var svona IAESTE stúdent þar að læra að drekka bjór. Hún er reyndar upphaflega slidesfilma í fullum litum en mér fannst hún mikið meira spúkí svona. Með að smella á hana og velja "alls sizes" er hægt að fá hana stærri.


The pigeon, originally uploaded by eirasi.


Ég er annars á fullu að eyða peningum í alls konar dót. Keypti mér reyndar ekki fokdýra úrið heldur eitthvað skandinavískt dót með úrverki frá kúalalúmpúr eða eitthvað með stafi fyrir sjóndapra. Fólk hefur verið að spyrja mig í óspurðum fréttum hvort ég sé farinn að sjá svona hroðalega illa. Hvort ég ætti ekki að fara í aðgerð eða kannski að fara að ganga með blindrastaf. Kannski ætti ég frekar að fá mér svona blindrahund. Gæti kannski notað hann sem varðhund líka. Veitir örugglega ekkert af á þessum síðustu og verstu tímum.

No comments: