Sunday, December 12, 2004

Óþolandi auglýsingar límdar utan á Moggann

Ég er kannski bara orðinn gamall nöldurseggur.

En hvernig dettur Mogganum í hug að lát líma auglýsingar utan á Moggann þannig að blaðið rifnar þegar maður tekur hana af. Reyndar ekki alltaf svona mikið:

en alltaf eyðileggst greinin sem auglýsingin er límd yfir.

Ég er alvarlega að hugsa um að búa til lista yfir þessi óþolandi fyrirtæki sem auglýsa svona [sem ég ætla ekki að skipta við nema ég neyðist til] og síðan þegar ég er kominn með glæpsamlega langan lista þá get ég síðan sagt Mogganum upp.

MOGGI: SKAMMASTU ÞÍN. SVONA LANGT GENGUR MAÐUR EKKI Í AÐ ÞJÓNA AUGLÝSENDUM Í STAÐINN FYRIR AÐ ÞJÓNA ÁSKRIFENDUM.

ÞEIR SEM GEFA BLAÐIÐ SITT GÆTU GERT ÞETTA EN EKKI ÞEIR SEM SELJA ÞAÐ!


No comments: