Verð víst að fara að haska mér, fara í bæinn og kaupa jólagjafir, setja upp jólatré, ryksuga og skúra ef ég ætla einhvern tína að vera búinn að þessu öllu.
Er reyndar búinn að einhverju því ég fór á hreindýraveiðar í Hagkaup í gær og hitti fyrir úrbeinað innralæri. Hreindýrshornsómyndin sem ég er með uppi á vegg og ég hitti á Brúaröræfum kættist öll alveg ógurlega við að fá félagsskapinn!
Það verður því ekki skarfur í matinn að þessu sinni. Ég á það bara inni hjá sjálfum mér.
No comments:
Post a Comment