Fór áðan í Hakaup og verslaði eitthvað sem átti sko svo sannarlega að elda og taka til hendinni. Nenni því núna engan veginn og er að hugsa um að hendast bara út á Devitos og fá eina eða tvær sneiðar og "taka með" eins og þeir segja á ítalskri íslensku. Góðar pizzur. Ég er kannski ekki jafn slappur og hann Lati-Geir enda hefði hann eflaust aldrei nennt út á Devitos.
En þetta gerir mig samt að öllum líkindum að húðlatri fitabollu.
Það kemur annars kannski ekkert til af góðu bara að ég sé þreyttur. Lenti í einhverjum undarlegustu símhringingum í nótt þar sem einhver hringdi í mig aftur og aftur og sagði bara eitthvað vo-vo-vo í símann. Ég reyndi að fá eitthvað annað uppúr þessum furðufugli og talaði við hann fleiri tungumál en ég kann að tala sjálfur en fékk ekkert aminlegt svar. Hélt annars að þetta væri einhver að hringja frá útlöndum. Aumingja hann þegar hann sér allan símreikninginn sinn.
Mér var síðan bent á miklu augljósari skýringu á þessu í morgun. Þetta hefði auðvitað verið jólasveinninn og ekki að segja vo-vo-vo heldur hó-hó-hó!!! Og það kemur reyndar allt heim og saman því þar sem ég var frekar stuttur í spuna við hann og gaf ekki mikið fyrir þessi undarlegu hróp og köll hans í símann þá varð afleiðingin sú að ég fékk ekkert í skóinn!
Klúður!
Síðan bar það annars líka til tíðinda hjá mér í dag að ég lét skerða hár á höfði mínu sem kallast með öðrum orðum klipping og úr því að það er þessi tími ársins þá telst það víst vera jólaklipping. Og í tilefni af þeim gjörningi þá prufaði ég að segtja svona sjampó í hárið á mér. Alveg ótrúlega mikið mál að þvo sér þannig um hausinn og reyndar algjör óþarfi nema kannski þegar maður lætur klippa sig. En sem sagt. Afgreiddi þá jólaklippinguna og jólabaðið [eða a.m.k. jólahárbaðið] í dag. Þetta er sem sagt allt að koma!
No comments:
Post a Comment