Saturday, December 18, 2004

Stríðsglæpamaðurinn Bobby Fischer

Ég verð eiginlega að játa að það er langt síðan ég hef verið þokkalega sáttur við eitthað sem þeir Dóri og Davi hafa verið að bauka.

Hvort sem hann Fischer kemur hingað eða hvort hann sest hér að kemur eflaust bara í ljós en það hlýtur hver heilvitamaður að sjá að það gengur ekki að einhver maður eigi yfir höfði sér fangelsi og hinar hroðalegustu refsinar fyrir að hafa teflt nokkrar skákir fyrir meira en 10 árum!

Ég held reyndar að engin ákvörðun Dava hafi komið mér jafn mikið á óvart. Honum er greiniega ekki alls varnað.

No comments: