Mér var sagt í fyrragær að þegar maður er að bjóða til sín fólki um jól þá sé nú eiginlega bestast að vera ekki með of mikla tilraunamennsku í eldhúsinu. Ég á nú ekki von á því. En að hafa eitthvað sem maður hefur hvorki eldað né snætt nokkurn tíman áður og aldrei heyrt um að nokkur lifandi sál hafi góflað í sig um jól, er það ekki dálítið langt gengið.

Væri reyndar svo sem alveg í stíl við mig að reyna þetta. Það yrði þá einum skarfi fleira í boðinu en venjulega. Vonandi að það verði samt ekki leiðindaskarfur.
Annars held ég að ég renni á rassinn með þennan skarf og það verði bara bambi í matinn.
....
No comments:
Post a Comment