Thursday, December 09, 2004

Að vera meira utan við sig en góðu hófi gegnir

Ég held að ég hafi fæðst viðutan og með árunum hefur það ekki batnað. Núna í kvöld setti ég persónulegt viðutanmet sem gæti verið Íslandsmet. Og þó - sagan af Halldóri I. Elíassyni stærðfræðiprófessor sem skildi bílinn sinn eftir á Akureyri er íslensk og eflaust sönn. Að minnsta kosti var hann einu sini búinn að kenna stærðfræðigreiningu 4 í hálftíma þegar hann áttaði sig á að nemendurnir voru bara í stærðfræðigreiningu 3. En núna er það sem sagt ég sem var að setja persónulegt met.

Ég fór í worldclass í kvöld. Þið vitið, félagsmiðstöð fólksins sem er annað hvort of feitt eða slappt eða heldur að það sé það eða vill ekki verða það. Var að dunda mér við að fara úr öllum fötunum og fara í stuttbuxur og hlaupaskó. Sú einfalda athöfn tík mig reyndar korter þar sem ég þurfti að velta vöngum yfir öllu mögulegu. Sem auðvitað varð til þess að ég varð verulega vankaður. Nú, allt í einu ákvað ég að hætta að velta vöngum og snarast frekar upp til að sprikla. Sem betur fer var ég kominn í stuttbuxurnar því annars hefði ég eflaust farið berrassaðu á hlaupabrettið - ég gerði svoleis í utanviðmennsku minni reyndar í sundi fyrir mjögmargtlöngu. En ég sem sagt snaraðist á fætur. Henti dótatöskunni minni upp á skáp númer 81 og smellti svo lásnum á hann og ætlaði að snarast fram.

Heyrði ég þá einhverja skelfingarfulla rödd við hliðina á mér segja:

"Þetta er skápurinn minn"

Ég horfði skilningsvana á manninn eða strákinn reyndar og fór að furða mig á því hvað hann væri að skipta sér af því hvaða skáp ég væri að nota. Fór að hugsa um hvort þetta væri einn af þessum ótrúlegu sérviskupúkum úr sundlaugunum sem "eiga" einhverja skápa í búningsklefanum.

Þar sem ég horfði gjörsamlega skilningslaus á hann þá endurtók hann:

"Þú varst að læsa skápnum með fötunum mínum"

Og þá fattaði minn.

Skápurinn með fötunum mínum var nefnilega þar þar þar þar næsti skápur eða svo.

Jamm ég er liltu skárri en Halldór Elíasson!



....

No comments: