Thursday, September 30, 2004

Stjórnkænska forsætisrðaherrans


Ég skelfist dálítið stjórnkænsku forsætisráðherrans okkar nýkrýnda.

Ég hef reyndar yfirleitt ekki verið neinn aðdáandi þess brottræka Kristins M Gunnarssonar en fyrr má nú rota en dauðrota. Ég er svona að velta fyrir mér hvort hann var rekinn frá kjóli og kalli frekar til að skapa samheldni í Framsóknarflokknum eða til að gera flokkinn sterkari út á við og afla þá atkvæða.

Einhvern veginn þá get ég ekki ímyndað mér að þessi ákvrörðun þeirra verði til góðs á nokkurn skapaðan hátt nema kannski fyrir þá sem eru á móti framsókninni blessaðri.

Ég get ekki sagt að mér finnist þetta lofa góðu fyrir einn né neinn.


....

No comments: