Að vera heima veikur
Nei það er sko enginn leikur. Er með kvef og vesöld og þarf að klára þennan pakka núna um helgina því ég má alls ekkert vera að því að vera veikur inni í miðri viku. Nei takk, það er sko ekki fyrir mig. Að minnsta kosti ekki núna.
Þetta er síðan ekkert grín. Það er eitthvað ógisslegt í hálsinum á mér sem þarf að hóstast upp af og til. Síðan kemur einhver stórundarlegur stingur áf og til inn í hægra eyrað á mér og ég á það til að vakna upp um miðja nótt og geta varla kyngt eigin munnvatni fyrir undarlegum verk í hálsinum. Nei þetta er ekki auðvelt líf. Síðan á öll beinagrindin innan í mér það til að þykjast vera orðin helaum þó hún hafi varla þurft að hreyfa mig í marga daga.
Síðan kemur mamma manns reglulega til manns í hlutverki grasalæknis og leggur til alls konar undarlegar lyfjablöndur. Núna er ég til dlæmis að sötra te með Própólis. Er nýbúinn að fá mér einhverja dularfulla fjallagrasablöndu og á síðan að troða í mig einhverju fjallagrasaópali daginn út og daginn inn. Annars hef ég reynslyu af þessu. Þetta virkar ekkert illa því á endnanum þá batnar manni af þessu. Eða að minnsta kosti þá batnar manni.
Þarf síðan að vera að undirbúa námskeið sem ég þarf að halda á morgun í Endurmenntun og eitthvað fundafargan líka. Aldrei friður, ekki einu sinni til að vera veikur. Það versta er síðan að ég eiginlega í öngum mínum því ég talaði digurbarkalega fyrir helgina um að ég myndi mæta á mánudagsmorgninum með sunnudagskrossgátuna hennar Ásídar leysta. Ég er búinn að rembast eins og rjúpa við staur og árangurinn ekki sérlega mikill. Samt komin nokkur orð en einhvern veginn held ég að ég verði mér til athlægis ef mér tekst ekki að gera eitthvað meira. Veit annars einhver hvaða ellefu stafa orð getur táknað að "Fá til baka slægjulands forboð á drykkjum"? eða hvaða sjö stafa orð getur táknað milluna í bakvörninni. Nei ég bara spyr. Annars er ég bara nokkuð góður með að hafa fattað að "ögurstund" sé líklegast "60 mínútur í Ögri sem eru úrslitastund". Síðan fæddist þessi manneskja á sama degi og ég. Hún hlær sig í hel ef ég get ekki meira í þessu.
Annars var mér bjótt í læri til Mö og Pa. Ætti kannski að taka krossgátuóbermið með mér og leita í völundarhús heila ættingjanna.
No comments:
Post a Comment