Friday, September 17, 2004

Allt að verða klárt í göngur


Flókið mál að pakka niður fyrir göngur með stóru ge-i. En mar er sem sagt að fara um helgina upp um fjöll og firnindi til að elta rolluskjátur. Og niðurpakkning fyrir slíka helgi er með því al flóknasta sem hægt er að hugsa sér. Það þarf að taka með alvöru göngugalla til að smala í, það þarf ballhæf föt ef mar verður dreginn á réttarball og svo þarf eitthvað að vera til að vera í daginn eftir í réttunum og síðan þess utan þarf mar að vera í einhverju. Það er sem sagt búið að pakka hálfum fataskápnum niður.

En þetta verður örglega mikið stuð allt saman. Og reyndar er ég með dagsskipun um að finna tvö vænleg fjallalömb þarna alveg sérstaklega og draga heim til pa og mö.

En það er best að fara að koma sér af stað.

Ætti ég annars að þora að taka munnhörpuna mína með. Veitki. Þori ekki enn að spila á hana þegar ég veit að einhver heyrir. Ja nema kannkski svona meira skelt mér. hjmm....


....

No comments: