Enn ein fýlufærslan
Seinasta fýlufærsla var reyndar bara af því að ég var eitthvað pirraður á auglýsingum og einhverju álíka leiðinlegu. Í dag varð ég bara eitthvað almennt fúll. Það sem reyndar er verst við það er hvað það fer mér afskaplega illa að vera fúll held ég. Maður á að brosa. Reyndar tekst mér líka að brosa að fýluköstunum í mér.
Veit annars ekki alveg af hverju ég varð svona fúll. Það gekk kannski ekkert í vinnunni. Samt reyndar gekk aðeins. Ætlaði síðan að fara að skoða íbúð til að kaupa en sá þá mér til mikillar armæðu að það er búið að selja hana. Jæja, farið hefir fé betra. Þetta var einhver íbúðardrusla í húsi með krabbameinsklæðningu. Farið hefur fé betra.
Sá síðan íbúðina hennar systur minnar komna á sölu. Fór að hugsa hvað hlutir sem maður hélt að myndu aldrei breytast geta breyst ótrúlega fljótt og einhvern veginn án þess að maður átti sig á því og alls ekki með því að maður vilji það. En ætli það sé samt ekki manni sjálfum að kenna einhvern veginn líka.
Nei, ég er einhvern veginn ennþá fúll.
Var meira að segja svo fúll í kvöld að ég gerði ekkert af því sem ég þurfti að gera og þarf þess vegna að ljúga mig útúr alls konar hlutum á morgun. En ég hef nú æfingu í því.
En annars. Hlakka líka til. Er vonandi að fara í göngutúr í gegnum Hengilinn með viðkomu í Klambragili um helgina endapunktu í Hveragerði þar sem grillað verður af miklum móð.
Og um aðra helgi á að fara í rollustúss á Snæfellsnes. Ekki sérlega slæmt. Annars herreguð, ég var víst búinn að taka að mér að bjóða svona 20 manns í smalamennsku. Jábbs, allir sem fóru alvöru fjallagöngutúr með mér í fyrrasumar eru boðnir með. Sendi póst um það á morgun.
En annars, þannig að þetta sé ekki alfúlt. Þá er hér mynd sem ég tók fyrir einhverjum vikum úti á Reykjanesi. Mér finnst hún bara flott!
Síðan er ég með svina sirkabát 6 í einkunn fyrir nýjustu myndina á myndakeppnisvefnum voðalega. Það skársta sem ég hef gert hingað til.
No comments:
Post a Comment