Thursday, September 02, 2004

Rómeó og Júlía


Mikil djöfulsins snilld svo ég vitni í blogg gærdagsins um Spilverk þjóðanna.

Ég sá allt í einu í hendí mér að ég hefði aldrei getað orðið leikari. Annað hvort þarf maður að vera almennilega feitur eða geta farið heljarstökk bæði afturábak og áfram. Mig langar ekki til að verða almennilega feitur og ég var ekki kallaður gúmmítarsan einu sinni í gamla daga fyrir ekki neitt!

Afrekaði það annars að fara til tannlæknisins míns í dag. Þar sannaðist hið fornkveðna að með íllu skal íllt út reka. Var með brotna fyllingu og einhverja hroðalega skemmd þar undir. Var hættur að gera borðað nema með hálfum afköstum og það er náttúrlega alls ekki nógu gott. Hann boraði og hamaðist uppi í túlanum á mér í meira en hálftíma. Deyfði mig samt ekki neitt enda er ég alþekkt hraustmenni sem kveinkar sér ekki við einhvern málamyndasársauka. Tannsinn var reyndar með það skráð hjá sér að ég hef ekki verið deyfður síðan 1993. Geri aðrir betur, sérstaklea miðað við það að geiflurnar uppi í mér eru að verða að mestu leyti úr amalgami og reyndar plasti í seinni tíð. Er annars nokkuð yppsílon í geiflum? Hef ekki Guðmund enda skrifa ég frekar sjaldan geiflur/geyflur, er það annars ekki örugglega löglegt orð fyrir tönnurnar? Nei vinsamlegast. Ef þetta er eitthvað undarlegt ekki gera þá grín að mér. Ég er bara verkfræðingur og get ekkert að þessu gert.

Annars kemur þetta með deyfinarleysið ekkert bara af góðu. Ég dofna nefnilega svo seint að deyfingin er yfirleitt ekkert farin að virka fyrr en ég er löngu farinn frá tannlækninum. Kannski stafar það af því að ég er svo langur að deifingin er svo lengi að ná í gegnum mig allan. Eins og með áfengið. Er svo lengi að virka á mig af því ég er svo langur, eða það sagði Lilja einhvern tíman held ég eða var það Stína. Hvað man ég. Það var að minnsta kosti eftir ammælið hennar Stínu.

Hver ætli hafi annars áhuga á að lesa um tannlæknasögur? Líklega einhver ef þú ert að lesa þetta.

No comments: