Göngutúr á dag kemur skapinu í lag
Fór dúndurfínan göngutúr í fríðu föruneyti Skýrr starfsmanna frá Þingvöllum (Ölfusvatni) yfir til Hveragerðis. Höfðum ætlað að fá okkur sundsprett í Klambragili en fararstjórinn hafði alveg óvart strikað leiðina niður Rangadal í staðinn fyrir Réttadal og því fór sem fór. Við fengum svo pizzur frá Hveragerði í lokin á meðan leiðsögumaðurinn var að villast í hesthúsunum. En það var allt í lagi því við geymdum alveg eina og hálfa sneið með gráðaosti handa honum. Og honum finnst gráðostur bestur.
No comments:
Post a Comment