Saturday, September 11, 2004

Undarlegir nágrannar


Lenti í undarlegu máli í dag þegar undarleg nágrannakona sigaði á mig lögreglu. Gerist ekki á hverjum degi að einvher hringir á lögreglu út af mér. Held jafnvel að þetta hafi ekki gerst áður.

Það var einhver leki út frá bilaðri leiðslu sem fór svona ofboðslega í taugarnar á gammali konu sem býr aðeins neðar í götunni. Hún hringdi fyrst í mig svona aðeins gröm til að láta mig vita af leka. Hringdi síðan 10 mínútum seinna og kallaði þá til lögreglu úr því að ekki var búið að bæta úr þessu.

Nei sumir eiga bágt held ég.

Ég og kona (ekki sko þessi sem hringdi á lögguna heldur allt önnur kona sem á ekki jafn bágt) úr húsinu við hliðina sem er búin að vera í sambandi við iðnaðarmann til að gera við lekann vorum eiginlega hálfpartinn kyrrsett til að bíða eftir að löggan kæmi til að skakka leikinn í þessu alvarlega máli. Eins og vænta mátti þá leit löggan ekki á þetta sem forgangsmál hjá sér og máttum við bíða lengi lengi. Ég hætti reyndar fljótlega að bíða og fór í matarboð upp í Breiðholt. Veit reyndar ekki enn hvort löggan kom. Skiptir mig enda litlu máli þar sem ég get ekki ímyndað mér að hún myndi gera annað en róa kvörtunarkonuna aðeins.

Það sem hefði nú verið alfáránlegast við þetta er ef ég hefði náð að brenna ofan af mér út af þessu. Því þegar konan sagðist mundu hringja á lögregluna þá brá mér svo mikið að ég strunsaði út og steingleymdi því að ég var í miðri kaffiuppáhellingu og var þar með næstum búinn að brenna ofan af mér! Skemmtilegt hefði það nú ekki orðið.

Í gærkvöldi


Fór annars út á lífið í gær á kokteil og matarveislu eftir Oracle ráðstefnu Skýrr og Teymis. Fín ráðstefna og mikið stuð um kvöldið.

Þarf síðan snemma í rúmið í kvöld þar sem það stendur til herjarinnar göngutúr á morgun frá Þingvöllum til Hveragerðis með viðkomu í Klambragili þar sem skal baðast.

No comments: