Tuesday, September 07, 2004

Gamall og fúll


Ég er stundum að velta svona fyrir mér hvenær ég verði orðinn endanlega gamall og fúll. Það eru ótrúlegustu hlutirnir sem fara í taugarnar á okkur gamla geðvonda fólkinu.

Eins og til dæmis Freyju gott auglýsingarnar. Þær reyndar hafa þá ágætu hliðarverkun að ég get ekki hugsað mér að kaupa neitt frá Freyju og þá er orðið hálf fátt um fína drætti í nammikaupum. Ég meina, ef ég kaupi eitthvað Freyjugott þá finnst mér að ég hljóti að vera orðinn eins og fáránlega fjölskyldan sem keyrir um landið og syngur og segir aulalegar gátur um Freyjugott. Eða mér finnst að ég sé orðinn einhver vörubílstjóri sem hlær endalaust að eigin aulafyndni. Nei ég tek ekki sénsinn á að borða Freyjugott og verða eins og þessir aular.

Það versta eru þessar óþolandi síbylju kókauglýsingar um einhverja fúla brostappa. Það þarf nú reyndar aðeins meira en þær til að ég hætti að drekka svarta gosið en einhvern tíman gætu þeir gengið fram af mér líka.

Jábbs, eins og lesa má, ég er orðinn gamall og grautfúll fyrir aldur fram.

No comments: