Nýi umhverfisráðherrann fer vel af stað
Já hún fer vel af stað. Ætlar að halda því góða starfi sem ríkisstjórnin hefur ástundað í umhverfismálum síðustu ár og hún er sérstaklega ánægð með þá samstöðu sem þó náðist varðandi virkjunina við Kárahnúka. Síðan ætlar hún að halda áfram að friða snjóinn uppi á Vatnajökli út af því að það hefur engum dottið í hug hvernig sé hægt að virkja hann eða græða pening á honum á annan hátt með að eyðileggja hann. Síðan auðvitað ef einhver sér leið til að skemma hann og útvega einhverjum (helst útlendingum) einhverja aura í staðinn þá verður væntanlega hægt að breyta skilgreiningunni á þessum þjóðgarði.
Ojamm
Annars ætti ég nú ekki að segja mikið. Ég hef nefnilega nokkrum sinnum tjaldað í leygisleysi og banni í þessum þjóðgarði. Það má nefnilega ekki enda er ég ekki í réttu klíkunni!
....
En hjálp núna verð ég að stilla úbarpið á eitthvað annað. Hljómar eru farnir að emja á nýja hryllingsdisknum. Hvernig gátu þeir eiginlega gert sjálfum sér og þjóðinni þetta?!
No comments:
Post a Comment