Friday, September 24, 2004

Sumar vikur eru bara erfiðari en aðrar


Búið að vera allt of mikið að gera alla þessa viku á öllum vígstöðvum. Hef ekki einu sinni komist til að blogga hvað þá meira. Endaði vikna meira að segja á þvi að fá lumbru í hálsinn á mér. Og annríkið auðvitað kemur í veg fyrir að ég hafi leyfi mér að legjast með tærnar upp í loft.

Hjálpaði annars Ralldiggni að flytja í vikunni og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Fyrst eitthvað aukadót til pa og mö og svo það sem eftir var til Kristján þar sem hún æltar bara að fara að búa, já svona í alvöru og allt. Það geta náttúrlega ekki allir gengið lausir endalaust eins og sumir. En til hamingju með þetta bæði!

En sit núna heima yfir sjónvarpi og blogginu mínu með kvef og vesöld og vildi ekki fórna heilsunni fyrir djammið með vinnufélögunum. Má eiginlega alls ekki við því að vera veikur í næstu viku þannig að ég var bara heima að elda mér mat. Er annars stundum að velta því fyrir mér hvort það sé ekki hámark sjálfselskunnar ef maður er kominn með matarást á sjálfum sér. Ég óttast næstum að ég sé kominn með sjálfsmatarást. Í kvöld var eldaður kjúlli:


Slatti af kjúklingabitum með roðiinu á.

Kryddaðir með arabísku kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og steiktir á pönnu í ólívuolíu.

Kriddað meira með paprikukryddi og Kreólakryddi.

Steiktir sveppir með.
Líka paprika.
Ristaðar furuhnetur, kasjúhnetur og einhverjar aðrar hnetur og settar út á.

Hvítlaukurinn góði líka. Obbosslega hollur, þarf að borða meira af honum úr því ég er svona sklappur.

Tutti frutti ávextir settir úr á: Apríkósur, sveskjur, rúsínur og eitthvað fleira.

Kjúklingasoð svona smá sett út á (nei reyndar bara teningur)

Soyasósu skvett á.

Cumin sett út á. Svona aðeins í lófann eins og ég mæli krydd þegar ég er að drullumalla af fingrum fram.

Já og svo bara látið malla í svona 20-30 mín á meðan salmonellan drepst örugglega í kjúllanum.

Á meðan brenndi ég svo hrísgrjón


Já er það furða að mar hafi matarást á sjálfum sér. Átti meira að segja einhverja opna hvítvínsflösku í ískápnum sem gerði þetta enn betra.

No comments: