Kominn heim alveg úppgefinn...
... eftur rollurekstur helgarinnar.
Þetta voru annars að mestu leyti fastir liðir eins og venjulega. Rollurekstur og hestamennska. Viskídrykkja og lambalærisát. Réttir og kjötsúpa.
Ég var annars að átta mig á því að ég er búinn að fara í göngur á hverju ári síðustu 8 árin við Stykkishólm og ætti því að vera farinn að kallast sæmilega vanur. Fór reyndar ekki sömu leið og venjulega og lenti í hálfgerðu basli með þetta allt saman því tímasetningar fóru eitthvað handaskolum hjá okkur. En þetta náðist nú allt saman.
Eins og venjulega voru hátíðlegar heitstrengingar um að skella sér á réttarball, heitstrengingar sem gufuðu upp þegar fór að nálgast ballið. Var síðan óvenjumikið á hestbaki að þessu sinni. Fékk alvöru hross og reið fram og til baka. Reyndar tókst ekki betur til en svo að þegar ég kom a mínum fráa fáki í réttirnar þá var eiginlega búið að rétta. Fékk samt að draga alveg heila kind í dilkinn og að auki eina á milli dilka. Jamm, bara ágætt það.
Og ekki nóg með að ég hafi riðið fram og til baka, þá var sett upp reiðnámskeið fyrir mig á staðnum og var útskrifaður með 8,3. Já gott að hafa Lalla Hannesar sem einkakennara!
....
No comments:
Post a Comment