Tuesday, September 14, 2004

Það er líklegast að koma haust!


Bara spruning hvenær það verður fyrsti dagur í sköfu í neðri byggðum Reykjavíkur. Hef verið að heyra mergjaðar sköfusögur úr fjalllendi höfuðborgarinnar. Ég sjálfur slapp með skrekkinn núna í morgun og gærmorgun. Rúðuþurrkur eða öðru nafni vinnukonur og rúðuvökvi öðru nafni rúðupiss dugði. Undarleg orðnotkun þetta. Vinnukonur og piss. Ætli það hafi einhvern tíman fylgt lifandi vinnukona með hverjum bíl sem sat uppi á húddinu tilbúin að þurrka af rúðunni í hvert skipti sem kusk settist á hana. Nei ætli það.


....

No comments: