Thursday, September 16, 2004

Mér er orðið íllt í maganum


En ég veit ekki meira hvort það er út af því að í dag er ég búinn að:


- Úða í mig fitugri raspsteik hjá Tobba í mötuneytinu
- Dekka meira en einn líter af kóki og heilan pilsner að auk
- Búinn að sulla í mig vikuskammti venjulegs fólks af kaffi
- Búinn að malla mér einhvern dularfullan brauðskorpurétt með skinku, sveppum og fleiru
- Búinn að úða í mig heilum poka af fitandi hnetum
- Og er rétt í þessu að úða í mig marglitum kúlum sem á stendur "m"


Ég ætti líklega að hafa áhyggjur af þessu sem og ég hef.

Það breytir því samt ekki að á laugardaginn þarf ég að vera sprækari en lækur og æða um fjöll og fyrnindi eltanti rolluskjátur fram og til baka. Það verður gaman.

Annars var þessi bloggfærsla aðallega gerð út af því að ég sá hvað geðveikt margir voru búnir að skoða bloggið mitt í dag og ég vildi eiginlega bæta nokkrum við. Já, reyndar bara geðveikt margir miðað við það hvað þetta eru yfirleitt geðveikt fáir.

Já svo fékk ég líka samkeppni í dag þegar ég komst að því að Ægir er orðinn ofurbloggari.

No comments: