Monday, June 07, 2004

Well, ekki dauður enn


Það munaði samt ekki miklu þarna í hinnu mishæðóttu Danmörku. Þeir sem halda að Danmörk sé allt ein flatneskja hafa líklega ekki hjólað á Fjóni. Hvað þá á Jótlandi sem ég hef heyrt að sé enn krumpaðra. Þetta eru annars ekki miklar krumpur þarna, ekki nein fellingafjöll heldur frekar svona eins og fallegar broshrukkur í kringum augun sem segja bara að viðkomandi sé skemmtilegur. Það er nefnilega bara ágætt að þurfa að hjóla í lággír upp á einn 50 m hól ef maður getur alltaf jafnharðan sprett úr spori niður af honuma aftur.

Og þeir sem halda að það sé alltaf logn í útlöndum vita heldur ekki mikið í sinn haus. Það er enginn tilviljun að vindmyllan var fundin upp í Danmörku. En reyndar eru hjólaleiðirnar þar hannaðar öfugt við vindmyllurnar. Myllurnar snúa upp í vindinn en stígarnir undan vindi. Það er fátt ljúfara en að líða áfram á fjallafáknum á 35 km hraða óg vera þá bara inni í vindhviðunni.

En þetta var sem sagt bara fínt. Fór eitthvað um 500 km held ég. Á reyndar eftir að skoða nýjustu tölur á hraðamælinum. Er sólbrenndur og stungubitinn eða var það sólbrúnn og ætur?

Þegar eða ef ég hef tíma þá kemur einhern tíman herjarinnar ferðasaga. Reyndar mun ég eitthvað svíkjast um myndasýningu því við vorum svo uppteknir af að hjóla að það varð ekkert mikið um myndatökur.

Einhver msta undrun ferðarinnar var síðan að lesa í Mogganum í flugvélinni á leiðinni heim að Órg hefðiekki skrifað undir lögin. Kom a.m.k. mér á óvart.



No comments: