Sunday, June 27, 2004

Nenni ekki að fara að sofa


Og kosningaúrslitin eru nú ekki sérlega spennandi fyrir utan að mér sýnist að Auður hafi fengið óvenjumikið fylgi og reyndar líka þessi Baldvin eða hvað hann nú heitir.

Þá er það bara tékk á endurminningablogginu:


- Dönskukennsluþættirnir um Hildi. Þar kom Einar Kárason fram sem dularfull persóna með sítt hár og mig minnir að hann hafi sagt setninguna: "Du må hellere spörge Benedikt".

Biðröð í Ríkið á Lindargötu

Eldhúsmellur eftir Guðlaug Arason

Auglýsing fyrir Corega töflur (tannlím eða hreinsidót fyrir falskar)

Verslun H Toft á Skólavörðustígnei

Kristín Ólafs að syngja um tennurnar ("Það er grátlegt og leitt...")

Náttúrulækningabúðin við Óðinstorg nei

Lykt af fjölritunarspritti (og sleip blöð úr fjölritunarvél)

Senjorítudúkkur í stúlknaherbergjum nei, er bara fyrir stelpur held ég

Auglýsing fyrir Fiji-ilmvatn ("Konan er eyland, Fiji er ilmvatnið hennar")

Saltpillur úr Fríhöfninni

Tískuverslunin Pophúsið á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis (þar fengust Hoofer flauelsbuxur með fellingum að framan) nei

Beinagrindin í Þjóðminjasafninu já eða nei

Scarsdale kúrinn (stundum kallaður Skorradalskúrinn)

Víxileyðublöð já og ábekingar

Ikea í einu horninu í Hagkaup Skeifunni

Þegar viðskiptafræði var kölluð ruslakistan

Villti Tryllti Villi

1 líter af kók í glerflösku, kallað risakók já með skrúfuðum tappa

Leikritið Pæld'í'ðí með Alþýðuleikhúsinu

Þegar John Lennon var myrtur já, en ég vissi nú ekki almennilega hver hann var fyrr en löngu seinna enda frekar svona seinþroska

Þegar einn þybbinn krakki var í hverjum árgangi og hafði sá alltaf viðurnafnið "feiti" eða "feita" (viðkomandi þætti tæpast feitur í dag) já, það var Pétur feiti

Permanent í endum á hári, slétt að ofan, krullað að neðan nei ætli það séu ekki bara stelpur sem muna eftir því

Þegar fólk vissi hvorki hvað ofnæmi né sveppasýking var já og ekki heldur ofvirkir krakkar

Rauðar pylsur frá Sláturfélagi Suðurlands já en ég fékk aldrei að borða þær því mamma mín var viss um að þær væru eitraðar. Eða kannski frekar að hún vissi það

Röndótta mær af plötunni Horft í roðann með Jakobi Magnússyni

Þegar bókabúðirnar auglýstu á skiltum fyrir utan búðirnar: Ný dönsk blöð já og reyndar er heil hljómsveit skírð í höfuðið á þessum blöðum

Timotei sjampó (er það til ennþá?)

Auglýsing frá Rakarastofunni Klapparstíg þar sem maður sveiflar hárinu og hleypur inn á rakarastofuna

Frímerkjahúsið Lækjargötu já enda hroðalegt nörd

Lagið Mamy Blue nei enda hroðalegt nörd

Þátturinn eftir hádegið með Jóni Gunnlaugssyni af einherjum ókunnum ástæðum nei, þrátt fyrir að vera þetta nörd

Gjafahúsið Skólavörðustíg nei

Patchouli lykt nei held ekki, er það ekki bara eitthvað fyrir stelpur að muna

Sjónvarpsþættir sem hétu Rokkveita Ríkisins nei bara Skonrokk

Onedin skipafélagið já og get sönglað lagið held ég ennþá

Guðrún Á Símonar og Þuríður Sigurðar að syngja Kattadúettinn mjáááá


No comments: