Wednesday, June 23, 2004

Mikið óskaplega var ég slappur


En komst nú samt alveg í mark.


Sit núna í vellystingum praktulega og er að reyna að gæða mér á allt of heitri grillsteik og sötra tékkneskt eðalöl með. Já er þetta ekki bara dejligt? Verst að maður þarf víst í vinnu eftir svona rúma 8 klukkutíma aftur!

Verst að bloggerskepnan vildi ekki senda þennan póst þannig að ég veit ekkert hvunær hann puðrast út á netið. Líklega samt einhvern tíman ef einhver annar en ég er að lesa þetta!

Síðan ef mér leiðist og nenni ekki að fara að sofa þá get ég alltaf farið að horfa á fótboltann í sjónvarpinu. Þetta er ekki amalegt. Ég get valið á milli tveggja rása. Á annarri er verið að endursýna leik Hollendinga og Letta komnar svona 10 mínútur af leiknum og staðan 0-0. Sem sagt æsispennandi. Síðan get ég stillt á Sýn. Þar er merkilegt nokk verið að sýna Letta að keppa við Hollendinga. Þar er reyndar fyrri hálfleikur að verða búinn og staðan orðin 2-0 fyrir Hollendinga.

Já ég verð nú bara að segja: Lengi lifi fjölbreytnin!

Undarlegt síðan að maður skuli ekki nenna að fara að sofa. Orðinn dauðþreyttur. Nenni ekki heldur að fara að veltast uppúr dögginni. Þó ég hafi reyndar tröllatrú bæði á lækningamætti og óskunaráhrifum þess. Það er líka rigning, reyndar þá ætti döggin að vera sýnu meiri.

No comments: