Friday, June 18, 2004

Ágætur sautjándi


Fékk þessa stórgóðu hugmynd í gær að bjóða famiglíunni í eitthvað sem gæti heitið Bröns. Þ.e. sambland af morgunmat og hádegismat. Þessi útlensku matarorð í íslensku fara annars alltaf í taugarnar á mér því þau minna mig á eitthvað snobb þegar gamlar frænkur eru að tala um einhver fín matarboð og þurfa að tala um kvöldmatarboð sem einhvern "dinner".

En þetta var fínt eftir að einhver kom. Með fjálglegum lýsingum á kræsingunum tókst mér meira að segja að draga hana systur mína fáááársjúúúka niður í sollinn í miðbænum. Enda var ölli til tjaldað, danskri skinku, eðalpaté, sultum, eggjum, brauðum, ferskum ananas, ávöxtum og bara nefndu það.

Snilldin var síðan að með þessu þá tókst mömmunni loksins að komast niður í bæ fyrir hádegi og skoða þessar kransaserimoníur og meirasegja hlusta á hann Davíð. Ekki slæmt það. Og þó, kannski.

Annars er verst að pabbinn er á spítala en kemst væntanlega heim á morgun.

Annars fannst mér þetta sautjándaveður ekki alveg eins og til stóð. Helvítis kuldabál í sólinni.

No comments: