Thursday, June 10, 2004

Maðurinn með ljáinn


Nei það er enginn dauður svo ég viti til og vonandi ekki feigur heldur. Mér finnst það bara tíðindum sæta að það var slegið við Laugaveg 136 í dag og það með orfi og ljá. Ég veit hvorki hvenær var slegið seinast með öðru en búrnhníf eða skærum við Laugaveg 136 né heldur hvenær síðast var slegið með gamlidags orfi og ljá við Laugaveginn yfir höfuð.

Ég er nú reyndar ekkert að stæra mig af frammistöðunni. Ef einhver kannast við brandarann um sláttumanninn sem sagðist vera besti sláttumaður í heimi þá þyrfti ég að vera mun hraðlygnari en hann. En fyrir þá sem ekki vita þá var brandarinn einhvern veginn svona:


Það kom einu sinni vinnumaður á bæ einn og réði sig sem sláttumann. Sagðist vera besti sláttumaður landsins og geta slegið stóra engið á einum degi. Bóndinn vildi nú fá að sannreyna það og tók vinnumanninn á orðinu. Nú, vinnumaðurinn sló lengi dags end undir kvöld tilkynnti hann bóndanum að slætti væri lokið.

Bóndinn vildi nú fá að sjá þessi ósköp og athuga hvort alemnnilega hefði verið slegið. Fljótlega kemur bóndi auga á blett sem virðist alveg hafa gleymst og spyr vinnumanninn hverju þetta sæti. Já, sagði vinnumaðurinn. Það er sko þarna sem ég missti sveindóminn og því get ég ekki með nokkru móti slegið þennan blett. Já, bóndinn varð að viðurkenna að þetta var nokkuð góð ástæða og lét sér vel lynda. Rétt hjá kom bóndinn að öðrum óslegnum bletti og spurði hverju hann sætti. Ja, sagði vinnumaður. Þarna stóð sko mamma hennar og fylgdist með. Nú, sagði bóndinn. Það er frekar undarlegt og hvað sagði sú gamla eiginlega? Ja, sagði vinnumaður. Hún sagði nú eiginlega bara "me".


En þessi skröksaga hefði sem sagt alls ekki duagð mér fyrir allan þann fjölda brúska sem eftir standa á hinum agnarsmáa grasbletti Laugavegar 136.

No comments: