Friday, June 25, 2004

Þetta fótboltamót er allt að koma til


Englendingar úti (já ég horfði með öðru auganu á hluta af seinni hálfleik en auðvitað nennti ég ekki að eltast við að glápa á einhverja endalausa framlengingu og vítaspyrnukeppni), Þjóðverjar farnir út heyrði ég einhers staðar, líka Spánverjar og auðvitað Ítalir.

Af hverju er ekki sýndur alvöru fótbolti í íslensku sjónvarpi, þ.e. svona eins og tékkneska deildin eða sænski boltinn svo ég tali ekki um hina geisisterku grísku deild? Það væri bragð að því frekar en þessir ensku aular sem ætluðu sér að verða evrópumeistarar eftir að spila varnarleik í 85 mínútur. Hvíkíki aular. Mun aldrei geta skilið ást íslenskra á ensku sparki. Og að heyra til þeirra sem lýstu leiknum. Þeir dáðust alveg út í eitt að aulaskap enskra að reyna ekki að sækja eftir að vera búnir að skora eitt mark. Það var sama hvað þeir gerðu við tuðrunua það var allt þvílík snilld að annað eins hafði aldrei sést! Og svo töpuðu þeir þessu auðvitað!

Gaman að þessu!

Síðan hugsaði ég þegar ég kom heim til mín um hálfeitt í gærkvöldi (ok í nótt) að svo bregðist krosstré sem önnur tré. Það var þá var bara komin Rás tvö og skjáleikur í sjónvarpið og á Sýn var bara komin ruggluð dónamynd! Enginn fótbolti lengur heldur bara einhver jarðarför!

No comments: