Wednesday, June 30, 2004

Ætli forsetinn... neiti aftur

Ætli Fréttablaðið geri ekki skoðanakönnun og komist að því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé alfarið á móti þessari 88% eða 100% reglu sem verður örugglega sett inn í þjóðaratkvæðagreiðslulögin.

Ætli Ólafur Ragnar verði þá ekki að neita að skrifa undir lögin þar sem lög sem varða augljóslea þjóðaratkvæðagreiðslur hljóta að vera grundvallarlög þegar kemur að lýðræðinu og slík lög geta auðvitað alls ekki verið sett þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar.

Ég get ekki séð að honum verði stætt á öðru en að bera þetta undir þjóðina.

Og til þess að það sé hægt þá þarf að hafa einhver lög um þjóðarakvæðagreiðslur. Og þau þarf forsetinn að samþykja. Og forsætisráðherrann verður náttúrlega að láta setja lög sem tryggja það að hann ráði áfram og því er þjóðin á móti og því þarf að bera það undir þjóðina.

Ætli það sé ekki best að boða bara strax til Alþingiskosninga og láta bara gera ný lög um þetta allt saman. Davíð getur farið að semja leikrit og raunveruleikaþætti fyrir hefðbundið leiksvið. Óþarft að hann sé alltaf geymdu þarna á Alþingi að semja og flytja farsana sína.

No comments: