Önnur línuskautaæfing og horfði loksins á leik
Ég verð að gera ægilega játningu. Ég horfði á leik á þessu portúgalna fótboltamóti. Reyndar ekki nema svona hálfan leik þ.e. einn hálfleik og var hálf sofandi yfir helmingnum af honum. En ég verð að játa að ég fylgdist pínulítið með þessu. Þetta er kannski ekkert svo slæmt eftir allt saman. Bara svona 200 sinnum meira en góðu hófi gegnir.
Fór síðan á aðra línuskautaæfingu og held að ég sé bara allur að koma til í þessu aftur. Kom líka við hjá Ralldigiggni sem tók upp á því að verða lasin. Ekkert sniðugt en batnar vonandi sem fyrst. Ætla helst að heimsækja sjúklinginn aftur á morgun. Maður gerir sér ekki alltaf grein fyrir hvað maður á gott að vera með almennilega heilsu og geta gert það sem manni sýnist!
No comments:
Post a Comment