Að hafa of mikið að gera
Enn eina ferðina lendi ég í því að hafa allt of mikið að gera á þeim árstíma sem ég vil helst bara vera upptekinn af því að það er komið sumar, eða þannig.
Má ekki einu sinni vera að því að blogga almennilega. En já. Allt of mikið að gera í vinnunni minni og alls staðar. Gengur á með aðalfundum í einhverjum félögum sem hafa það helst að markmiði að gera mig að formanni.
Ætla svo ef guð og Icelanc Express lofa að fara til Dene í hjólatúr alla næstu viku. Þarf held ég að pakka Muddanum oní pappakassa!
Jám, kannski bara gamanaððessu!
En það kemur vonandi ferðasaga þegar ég kem til baka!
No comments:
Post a Comment