Saturday, June 26, 2004

Á hálendinu er verið að kaffæra land

Fór áðan á sýninguna hennar Rósu Sigrúnar og félaga í Ásmundarsal og var auðvitað með myndavélina meðferðis, enda á ég eitthvað af myndum á sýningunni.

Sýningin hennar Rósu er afrakstur ferðar sem hún fór ásamt mér og mörgu öðru fólki síðasta sumar á Brúaröræfi þar sem við börðum augum land sem á að fara að kaffæra. Sýningin er hennar túlkun á því.

Tek mér það Bessaleyfi að hafa hér myndir frá sýningunni og hvet alla (sem komast... jám, þetta er það sem sjúklinarnir verða að láta sér nægja) til að fara á sýninguna.

horfðu djúpt (look deep) - rósa sigrún jónsdóttir 2004


















No comments: