Það trúir enginn hvað ég gerði núna
Eða kannski það hefði enginn trúað þessu upp á mig. Reyndar er mér trúandi til alls.
Ég fór nefnilega á sona hópeflisfíflagang áðan og júbbs, það var danskennsla. En það var sko enginn venjulegur samkvæmisdans, diskó eða línudans. Hvað þá tangó eða svoleis. Nei.
Núna er ég útskrifuð magadansmær með falleiknunn.
Ég eyddi sem sagt hluta kvöldsins í að iðka mjög svo eggjandi magadans undir styrkri leiðsögn úkklenskrar magadansmeyjar. Jábbs. Ég veit annars ekki alveg af hverju en af einhverjum undarlegum ástæðum fékk ég sérstakt hrós. Held reyndar að það hafi verið út af því að fíflagangurinn í mér var eiginlega kominn út yfir öll velsæmismörk í þessu. Nei ég meina reyndar ekkert svoleis. Ég var nú alveg ágætlega velsæmislega klæddur og hagaði mér alveg ef einhver er að hugsa einhvern dónaskap. En sem sagt þetta var fyndið á meðan á því stóð. Annars mæli ég ekki með að heyja frumraun sína í magadansi eftir að hafa étið hálft annað indverkst kjúklingalamb eins og ég var búinn að gera.
Er annars að fara yfirum af stressi. Allt of mikið að gera í vinnunni og alls staðar.
Er núna á leiðinni upp á Gólanhæðir til að sækja tjaldskömmina sem ég ætla að hýrast í í ausandi rigningu austur í Þórsmörk um helgina. Eftir að hafa þrammað 5vörðuhálsinn ógurlega.
Ef einhver vill skoða hann í beinni símabloggútsentingu þá verður það hægt hér.
No comments:
Post a Comment