Hvað er aumkunarverðara en fastur jeppi
Ég fékk alveg óvænta skemmtun í gærkvöldi þegar ég var að keyra niðri í miðbæ og lenti á eftir Pajeró "jeppa" sem var ekki með eða var með bilað framdrif. Reyndar hef ég bílstjórann grunaðan um að hafa ekki kunnað að setja hann í drifið. En hann rann fram og til baka ofan í öllum skorningum og var farinn að stefna ískyggilega mikið á 5 milljón króna Reinsróver dæmi þegar ég og aðstoðarökumaðurinn (já það þarf sko 2-3 til að keyra Pajeró í hálku) vorum farinr að ýta blessaðri drossíunni. Hehe okkur Ventó fannst þetta meira en fyndið!
Var síðan vakinn upp með þeim ósköpum að allt í einu birtist dularfullt par haldandi á stóru kústskafti fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá mér. Mér datt náttúrlega allur ketill í eld enda áleit ég fyrst að um galdrakarl og kerlingu væri að ræða en svo var þó ekki. Voru þau skötuhjúin reyndar íklædd brunavarðabúningum og komin til þess að hreinsa grýlukerti og snjóhengjur af þakinu hjá mér. Ja það getur sko borgað sig að búa í slömminu niðri í bæ. Það er ekki bara verið að skafa göturnar hérna heldur líka eru húsin skafin að ofan!
En núna þarf maður líklega út til að kaupa nokkra skotelda ..... stóra ...... svaðalega stóra!



Ætti kannski að líta það sem nýja kærustu því við erum búin að vera að kyssast í allan dag. Er reyndar alveg ferlega slappur. Gat reyndar fljótlega spilað Gamla Nóa og síðan Líi-leppa-lú sem er gamla hlé lagið í Ríkisútvarpinu. Áttaði mig síðan á því til mikillar gleði að ég það er tiltölulega einfalt að spila á þetta yfir gamlan eyðisand. Þetta er því allt að koma en ég óttast reyndar að það sé langt í land með að ég spili neitt af þessu almennilega. En hvað um það. Ef ég spila nógu hátt á þetta þá get ég kannski hefnt mín á granna mínum á hæðinni fyrir neðan sem var vanur að halda heimsins háværustu partý einhvern tíman seinni hluta nætur.

