Vel heppnuð aprílgöbb
Hvað er það annað en snilld þegar einhver fer að gera það að umræðuefni að það sé undarlegt að það hafi bara engin aprílgöbb verið í gær. Fer svo að tala um hvað hann sjái eftir að hafa misst af því að fá ódýra flugvélabensínið hjá Orkunni, hvað þetta sé nú mikið ruggl með að hafa eróbikksal í tónleikahúsinu og hvað það verði gaman að sjá Bjarna Ármanns að syngja bakraddir með Bubba.
Heyrði síðan um eina sem bað hvern einasta mann sem hún hitti um að koma við í bakaríinu fyrir sig og taka brauðið sem hún hefði látið taka frá fyrir sig. Þegar menn fóru í grandaleysi að streyma í bakaríið þá var bara hlegið og þeim sagt að þeir væru númer 10, 11, 12 o.s.frv. Af hverju detta mér aldrei svona sniðug aprílgöbb í hug? Nei ekki segja það ég veit það, ég er örugglega ekki nógu sniðugur. Skamm, ekki segja þetta. Ég held bara fyrir eyrun, horfi í aðra átt og loka nefinu.
No comments:
Post a Comment