Ja, ég er hetja, eða það sagði og sagði og skrifaði Árni a.m.k.
Enda ekki á hverjum degi sem einhver verður á undan honum upp!
Held javnvel að ég hafi endurrheimt einhvern hluta gleði minnar og sjálfstrausts með þessu. Náði upp á vel innan við klukkutíma en hélt áður en ég lagði af stað að ég væri orðinn gamall og slappur.
Fékk síðan staðfest að ég er og hef alltaf verið ferlega vanþroska. Núna var það hjartað sem kom upp um sig. Fór nebblega með púlsmæli upp [já, eitt sinn verkfræðingur, alltaf nörd] og hann kom upp um hjartað. Miðað við hefðbundnar kokkabækur um hámarkspúls þá á hjartalufsan í mér ekki að geta slegið nema 184 slög á mínútu. Mitt blessaða gamla hjarta fór upp í heil 191 slög og stóð sig bara vel þar. Var reyndar ekkert lengi í 191 slaginu en var svona aðeins að skemmta sér í um 190 slögin. Ég er líklega ekki alveg kominn á grafarbakkann! ennþá ...
Annars, þá má sjá okkur Árna
hér þegar við vorum að bíða eftir hinum göngugörpunum!
No comments:
Post a Comment