Er núna pólitískt greindur
Og niðurstaðan þarf kannski ekkert að koma á óvart. Er svona bland Samfyllking og Frjálslyndir. Segir kannski mikið um þessa flokka að geta skorað hjá mér hvor fyrir sig heil 69%. Vinstri grænir eiga síðan auðvitað líka uppá pallborðið enda vil ég ekki sjá þessa virkjanahörmung þarna fyrir austan. En merkilegt nokk, Sjálfstæðisflokkurinn var mér enn fjær heldur en Framsóknarflokkurinn, eða með einungis 23% skor. Framsóknargreyin náðu þó 38% hjá mér.
Annars skondið að ég get ekki betur séð en að ég sé langt fyrir ofan meðal samfylkingarsinnann í samræmi við skoðanir samfylkingarinnar og líka frjálslyndra. Það væri kannski ekkert svo erfitt fyrir mig að fara út í pólitík. Ég get bara valið úr úrvali flokka sem eru sammála mér!
Annars var þetta eitthvað málum blandið hvor er fyrir ofan hvorn Samfylking eða Frjálslyndir hjá mér. En ég þarf að minnsta kosti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kjósa Dabba digra!
Er nú ekki alveg samt viss um að ég kjósi í samræmi við þetta. Prinsippinn eru nebblega svo mörg að ég er ekki viss um að ég geti kosið nokkurn skapaðan hlut! En það er samt ljóst að þetta próf féll ekki algjörlega á að póligreina mig.
Ef þú vilt póligreina þig, þá er það gert á frammaravefnum: afstaða.net
No comments:
Post a Comment