Jibbí, það er löglega komið sumar
Reyndar skil ég ekkert hvernig stendur á því að mér finnst að sumarið sé löngu komið ef það kom þá á annað borð einhvern tíman "vetur" í vetur. En núna er sumarið víst orðið löglegt eða þannig. Til hamingju með það.
Og er búinn að vígja sumarið með að fara á línuskauta á því. Reyndar m.a. í þeim erindisgjörðum að sækja bílinn minn út í Öskjuhlíð þar sem ég alveg óvart gleymdi honum í gærkveldi við keiluhöllina. Fór nebblega í keilu seinasta vetrardag með hressa liðinu sem ég vinn með og keppti í keilu. Svaka gaman, ég fékk verðlaun og allt, var alveg svakalega kátur með það alveg þangað til einhver benti mér á að verðlaunin fyrir "bestu tilþrifin" væru sko bara skammarverðlaun. En ég tók reyndar gleði mína á ný þegar ég komst að því að ég fékk sko skammarverðlaunin því minnstar líkur voru taldar á því að ég færi í fýlu út af þeim. Svo var líka minn verðlaunadiskur langflottastur, með sundirlimaðri barbídúkku og flautu sem virkaði þetta líka fínt. Sigga Vala sem varð vinsælasti keppandinn fékk t.d. ekki næstum því jafn flottan verðlaunadisk og ég! En Dabbi var hins vegar lang bestur og er honum óskað hér með til hamingju með að vera keilukóngur Skýrr.
Þegar ég sótti bílinn þá komst ég líka að því að ég var aldrei þessu vant ekki síðastur. Eitthvað kunnuglegur grár Póló var nebblega við hliðina á mínum eðal Ventó, híhí! sumir greinilega enn meiri letingjar en ég! Reyndar var minn eðal Ventó kominn langleiðina með að svíkja mig endanlega í tryggðum með að neyta að fara í gang. Þarf greinilega að fara að drífa í því að fara með drússluna á verkstæði.
En um línuskautaferðina mína. Ég verð nú eiginlega að segja að það err þörf á að stofnaður verði sérstakur þrýstihópur til að láta laga almennilega reykvískar gangstéttar, sem eru algjör hörmung verð ég að segja. Meira og minna mölbrotin steypa, misgengnar hellur sem skauarnir festast í og síðan til að kóróna það þá virðast einu lagfæringarnar sem hafa verið gerðar á þessari öld vera þær að setja svakaflottar smáhellur á öll götuhorn svona alveg sérsniðnar til að setja mann á hausinn.
Einhvern tíman á næstunni þarf ég að fara rúnt um borgina og mynda herlegheitin og senda borgarstjóranum eða einhverjum sem getur gert eitthvað í þessu.
No comments:
Post a Comment