Nei ekki síðasta bloggið mitt
Verð að stæra mig af því að hafa í gær farið í heilar tvær grillveislur og þá seinni uppi við Elliðavatn. Reyndar skylt að taka fram að sú fyrri var mjög í anda dagsins þ.e. með fiski en ekki kjöti,föstudagurinn langi sko.
Og er ekki minna stoltur af því að hafa farið bæjarleið daginn eftir úr sollinum í miðbænum og alla leið þarna upp að Elliðavatni til að sækja bílinn minn og það á línuskautum. Ekki slæmt að vera farinn að geta notað línuskauta sem samgöngutæki á gamals aldri.
No comments:
Post a Comment