Sunday, April 06, 2003

Lengi lifi frelsið í Írak
Alveg er það dásamlegt að frelsið sé að hefja innreið sína í Írak, sbr. mjög fræðandi umfjöllun á lagmarksriki.is.


Frelsi er ánægjulegt [23. mars 2003]
Það er vægast sagt ánægjulegt að sjá almenna borgara í Írak dansa og syngja til heiðurs herdeildum bandamanna sem keyra í gegnum hvert þorpið á fætur öðru á leið sinni til Baghdad. Að sjá börn og fullorðna rífa niður risastór veggspjöld af Saddam eða brenna áróðursmyndir af leiðtoganum er einnig ánægjulegt.

Að sjá hermenn í tugþúsundatali gefast upp strax og færi gefst og ganga í halarófum í hendur bandamanna þar sem þeir fá vatn, mat og lyf. Lýsandi því yfir að þeir séu loksins frjálsir og þurfi ekki að óttast um líf sitt og ættingja sinna.

Þetta sé ég á CNN og Sky News en báðar stöðvarnar eru með fréttamenn og tökumenn í þeim herdeildum sem fyrstar fóru inn í Iraq og eru komnar sem næst Baghdad.


Auðvitað er það gott að fólk í Írak sé að losna undnan harðstjóranum honum Saddam en ég er bara ennþá að hugsa um alla þessa 3000 sem voru drepnir í gær.

Og svo verð ég reyndar að játa það að ég hef ekki séð neina einustu mynd af fagnandi borgurum Íraks. Þeir einu sem ég hef séð fagna voru einhverjir tindátar Saddams sem keyrðu líklega um Bagdad og þóttust vera búnirað vinna stríðið, hvernig sem þeim tókst að telja sjálfum sér trú um það.

En mér finnst með ólíkindum hvernig fréttir sem ég kalla áróðursfréttir hafa áhrif á fólk sem á að heita upplýst.

Og hvað ég kalla áróðursfréttir. Það er þegar fréttastofur Búss segja að innrásarliðið hafi tekið Bagdad, drepið 1000 óvinahermenn og kannski einn úr þeirra eigin liði fengið skrámu. Þannig voru fréttirnar í gær frá CNN held ég á sama tíma og fréttastofa Íraks lýsti því yfir að Írakar væru búnir að ná aftur flugvellinum og hefðu stráfellt hermenn úr innrásarliðnu. Skv. fréttum í dag sýnist mér að hið sanna sé að innrásarliðið hafi farið í könnunarleiðangur inn í borgina og drepið einhverja 3000 menn og einnig að Írakar hafa líklega náð að drepa einhverja í staðinn. En báðir aðilar almennt með ýktar áróðursfréttir sem maður á ekki að éta upp hugsunarlaust.

Það sem mér finnst annars undarlegast við allt þetta stríð er allt fólkið sem lítur út fyrir að vera venjulegt fólk í Írak og virðist vera reiðubúið að berjast fyrir sinn Saddam eða gegn hinum Búss. Sem ég reyndar skil eiginlega alls ekki. Borgarar Íraks hljóta að hata Saddam en þeir virðast svona sumir a.m.k. hata Búss og BNA eiginlega ennþá meira.

No comments: