Alveg er hann Hjörleifur makalaus
Fór í kvöld á myndasýningu þar sem Hjörleifur nokkur Guttormsson sýndi myndir frá Vatnajökli og nágrenni. Alveg er það makalaust hvað hann hefur verið duglegur að ferðast karlinn og hvað hann er fróður um svæðið og hvað mig er farið að langa mikið á fjöll.
Annars er það bæði synd og skömm hvernig þjóðin skiptist í tvennt. Annars vegar þá sem vilja þjóðnýta hálendið til hagsbóta fyrir minnihlutahópa og aðallega erlenda álframleiðendur og svo hins vegar þá sem vilja bara eiga landið sitt af því að þeir telja sig hafa efni á því. Það var síðan auðvitað þannig að þeir sem voru á þessari myndasýningu voru fyrirfram væntanlega allflestir í seinni hópnum. Þ.e. fólk sem vill fá að eiga sitt land áfram. Þeir sem allt vilja virkja og skemma hefðu kannski ekki skipt um skoðun þó þeir hefðu mætt á eina myndasýningu en þeir hefðu kannski skilið okkur hin betur og a.m.k. hefðu þeir þá séð hvaða land er um að ræða.
Amen.
No comments:
Post a Comment