Stína fær eftirtektarverðlaun dagsins
Fyrir að vera fyrst til að taka eftir að ég er búinn að láta klippa af mér næstum allt hárið. A.m.k. fyrst til að minnast á það. Hvort það var eitthvað flott er síðan allt önnur saga og lengri. Samt ekki lengri en hárið á mér því það er frekar stutt. Þó það sé nú langt því frá jafn stutt og á sköllótta stráknum. Hárið ofan á hausinum á honum er nefnilega yfirleitt minna en hárið framaná hausinum á mér. Að minnsta kosti stundum.
No comments:
Post a Comment