Monday, January 20, 2003

Íslendingar eru bloggóðir
Mér sýnist að okkar ástkæra þjóð sé bloggóð (ég reyndar er kannski þar meðtalinn en það er nú ennþá bara svona nýjabrum á þessu). Ég held að ég sjái íslenskan titil á meðal þeirra 10 síðustu sem hafa bloggað þegar ég fer inn á bloggerinn.

Það þýðir að líklega eru íslendingar með svona 1-5 % af þessu bloggi á blogger.com en mér telst til að íslendingar séu svona 0,005% jarðarbúa og kannski 0,05% þeirra jarðarbúa sem ættu að vera á þessum bloggmarkaði. Hvar blogga eiginlega aðrar þjóðir eða eru íslendingar bara orðnir svona svakalega húkkt á þessu. Hefur skriftagleði Íslendingasagnanna núna brotist út í blogginu. Reyndar þá held ég það!

No comments: