Sunday, January 19, 2003

Ferðalagshugmynd
Og hvað haldiði. Varð mitt frábæra grænmeispasta til þess að þa varð til ný hugmynd að ferðalagi til að fara næsta sumar og nota hálendið áður en það verður allt eyðilagt.
Galdrast fyrst einhvernveginn inn í Snæfell. Arka síðan þaðan að Jöklu. Annað hvort komast yfir hana (sem við efumst nú reyndar um að sé á nokkurn hátt mögulegt) eða förum fyrir hana á jökli.

Síðan arkað niður með ófétinu að vestan og niður að ármótunum þar sem Jökla sameinast Kringilsá ( flottasta á á [nei ég var ekki að meiða mig þó það hafi komið á tvisvar] Íslandi ). Til baka þvælst upp með Kringilsá og dáðst að Töfrafossi og flúðunum úr austurátt og farið líklega alveg uppað jökli því þar sem hreindýrin fara ekki yfir Kringilsá þá er ólíkleg að maður gangandi geri það heldur.

Það er eiginlega forsenda fyrir því að þetta verði ánægjuleg ferð að þeir hafi nú vit á því blessaðir framvæmdakallarnir að vera ekki að legggja vegi út um allt í Kringilsárrananum. Sé annars alls ekki hvað í ósköpunum þeir ættu eiginlega að vera að gera með því. Varla þurfa þeir að fara að burra báðum megin við ána!

Farið fyrir Kringilsá á jökli og gengið eitthvað áfram í vestur þar sem séð yrði til þess að einhver bjargaði okkur aftur til byggða. Þetta yrði alveg megaflott!!!

Síðan mætti í ferðalok fara niður að hinu hræðilega framkvæmdasvæði og fá ósköpin þar beint í æð.

No comments: