Fjárhagslegt sjálfstæði
Loksins er ég orðinn fárhagslega sjálfstæður. Hingað til hef ég þurft að ganga betlandi milli vinnufélaganna til að geta svalað þorsta mínum af þeim unaðslegu guðaveigum frá Ameríku sem kallast þessu dásamlega freistandi nafni KÓK. Nýi kokkurinn (sá sem ég næstum því elska) er nefnilega farinn að selja kók út á krít. Núna get ég sem sagt sagt skilið við betlistarfið og kóksjálfsalann á annarri hæðinni og lifað í vellystingum praktulega með aðstoð þeirra þriggja: VÍSA, Tobba og Vífilfells.
No comments:
Post a Comment