Tuesday, January 14, 2003

Lífið á Laugaveginum

Hver á sér betri nágranna en ég?

Nágranna sem halda partý sem byrja kl. 7 eða jafnvel enn fyrr og standa ekki nema í svona 4 klukkutíma. Hljómar svakalega vel en hefur einn alvarlegan galla. Partýhaldarinn heldur partýin aðallega um helgar og ég verð bara að játa það að ég verð stundum dálítið úrillur þegar ég er vakinn milli 6 og 7 á laugardags- eða sunnudagsmorgni því þetta eru að sjálfsöfðu morgunpartý en ekki kvöldpartý! Hvers konar fólk er það sem hefur svona úthald eiginlega. Maðurinn ætti eiginlega að fara á sjóinn eða fara að nota kraftinn í einhverja vinnu. Nú eða sjá um helvítis óargardýrið sitt, nefnilega hundinn sinn.

Nágranna sem eiga hund sem geltir stundum eða grætur eiginlega frekar stundum heilu og hálfu næturnar og lögreglan hefur verið kvödd til vegna.

Nágranna sem nenna aldrei að hirða póstinn sinn sem safnast bara fyrir.

Nágranna sem lesa aldrei neitt einasta blað sem bers inn um bréfalúguna (hún er nebbla sko sameiginleg) nema það sé Mogginn sem ég er bara áskrifandi að. Ætli það séu mörg húsnúmer í henni Reykjavík þar sem eru heilar fjórar íbúðir en bara ein vesældarleg helgaráskrift að málgagni allra landsmanna?

Nágranna sem eru jafn latir og ég að þrífa sameignina. Bíða yfirleitt eftir að það séu komnar kónulær út um allan stigagang og þá birtist jú einhver með ryksuguna á lofti.

Nágranna sem eru líklega hættir að borga sameiginlega fyrir heitavatnið þannig að bráðum verður allt kalt og ógeðslegt.

Nei það geta ekki allir búið við þau forréttindi að búa við Laugaveginn þar sem húsaskipulag er svo ferlega frábært að pósturinn heldur stundum að dyrnar inn til manns séu dyrnar að öskutunnugeymslunni.

Nei, Laugavegurinn er great!

No comments: