Nýi kokkurinn
Ég held að ég sé orðinn ástfanginn. Ég elska nýja kokkinn í vinnunni hjá mér. Eða kannski öllu heldur, svona til að fyrirbyggja allan misskilning. Ég elska matinn sem hann eldar.
Nema eins og einn vinnufélaginn var að segja við mig þegar ég var að láta uppi þessa ástarjátningu þá er hann kannski ekkert sérstaklega góður kokkur, heldur eldar hann bara mat sem svona miðaldra kagglar eins og ég vilja fá. Ó mig aumann, núna er ég niðurbrotinn maður. Orðinn miðaldra kaggl fyrir aldur fram, ojbrasta.
No comments:
Post a Comment