Wednesday, January 29, 2003

Hellulagnir
Alver er það ótrúlega góð tilfinning að losna við helluna sem ég hef haft fyrir hægra eyranu í meira en viku. Verst að það varð til þess aðég uppgötvaði mér til undrunar að ég var eftir allt saman líka með hellu fyrir vinstra eyranu. Þessi aukna heyrn er alveg hreint ótrúleg. Ætli maður verði bara ekki hægrisinnaður af þessari nýfengnu hægri heyrn og fari kannski að berjast fyrir auknum virkjunaráformum. S.s. dásamlegri gufuaflsvirkjun á Laguaveginum. Myndi öruggelega draga að fullt af túrhestum. Síðan mætti fara í alveg svakalega fína siglingu á lóninu sem gæti myndast á Emstrunum eftir að stíflan þar hefur verið byggð. þaldénú. Síðan væri nú ekki amalegt að hafa þjóðgarð utanum þetta allt saman.

No comments: